Í fjölbýlishúsum er oftast ein mælagrind þar sem öll hitavatnsnotkun hússins er mæld með einum rennslismæli. Hitavatnsnotkunin er síðan deilt niður á íbúðir í samræmi við stærð þeirra í fermetrum eða rúmmetrum og hitaskostnaður innheimtur í samræmi við þá útreikninga.
En hitaveitunotkun er mjög einstaklingsbundin, sumir vilja hafa hærri hita í íbúðinni en aðrir, sumir vilja kynda ofnana en hafa opna glugga til að fá ferskt loft. Og svo eru þeir sem vilja spara hitakostnaðinn og hugsa vel um stillingu og hita á ofnunum.
En eins og innheimtu er háttað, þá skiptir þetta engu máli því að hitakostnaður er innheimtur í samræmi við fermetrafjölda en ekki í samræmi við raunnotkun á hitaveituvatni, eins og gert er við innheimtu á raforku.
Þetta fyrirkomulag hefur tíðkast lengi og ekki verið til mikils ama því að upphitunarkostnaður hefur verið lágur á hitaveitusvæðum. En það á ekki allskostar við lengur, hitakostnaður hefur aukist mikið á undanförnum árum og því eru margir sem vilja leita leiða til að lækka hitakostnaðinn sinn.
Víðast hvar í Evrópu er samskonar fyrirkomulag á mæligrindum eins og hérna, það er að einn rennslismælir er fyrir heilu fjölbýlishúsin. En þar er raunmotkunin mæld í hverri íbúð með svokölluðum orkumælum (heat cost allocator) sem komið er fyrir framan á hverjum ofni í húsinu. Mælarnir mæla ekki rennslið í hvern ofn, heldur mæla stöðugt yfirborðshita ofnsins og lofthitann í herberginu sem ofninn er í. Með því að bera niðurstöður af þessum mælingum saman við aðrar mælaniðurstöður í fjölbýlishúsinu er hægt að reikna út hvernig hitavatnsnotkunin deilist á milli einstakra ofna og þar með á milli einstakra íbúða.
Merð þessu móti er unnt að innheimta hitakostnað í samræmi við raunnotkun í stað notkunar á fermeter eða rúmmeter eins og nú er gert. Þessi aðferð hefur verið notkuð mjög lengi og þykir áreiðanleg og sanngjörn til að byggja innheimtureikninga á.
En hvaða þýðingu hefur þetta fyrir íbúa í fjölbýlishúsum?
Í fyrsta lagi liggja fyrir upplýsingar um raunhitavatnsnotkun í hverri íbúð fyrir sig. Það þýðir að íbúar geta farið að hafa áhrif á hitaveitureikninginn sinn. Óski þeir að spara orku, þá geta þeir minnkað rennslið í ofnunum, takmarkað gluggaopnanir og fleira sem getur haft áhrif á orkunotkunina.
Í örðu lagi er hægt að fylgjast betur með ástand ofnloka á hverjum ofni fyrir sig. Ofnlokar eiga það til að festast og hleypa allt of miklu vatnsmagni í gegnum sig. Þetta er mjög þekkt vandamál því að ofnlokar þurfa viðhalds og það getur verið erfitt að fylgjast nákvæmlega með hvernig ástandið á ofnlokanum er. En orkuneminn getur fylgst með því og við reglulegan álestur á honum er hægt að bera saman einstaka ofna við ofna á næstu hæðum fyrir neðan og ofan og sjá hvort hann sé ekki að hegða sér á svipaðann hátt. Ef ekki þá er ljóst að þeð er eitthað að lokanum og tímabært að láta líta á hann.
Röst ehf gerir tilboð í uppsetningu á mælum til að það liggi ljóst fyrir hvað það kostar að setja upp mæla og skrá þá. Eftir uppsetningu